Stjórn

Sigurlína Ingvarsdóttir

Sigurlína Ingvarsdóttir

Stjórnarformaður

Sigurlína Ingvarsdóttir er með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur mikla stjórnunarreynslu í leikjaiðnaðnum, til dæmis frá CCP, EA, Ubisoft og DICE. Hún hefur unnið við nokkra af stærstu tölvuleikjum heims, m.a. Star Wars Battlefront og FIFA.

Ólafur Andri Ragnarsson

Ólafur Andri Ragnarsson

Varastjórnarformaður

Ólafur Andri Ragnarsson er með MSc. gráðu í tölvunarfræði frá Oregon University og hefur verið í stjórn Solid Clouds síðan 2015. Ólafur er einn af stofnendum leikjafyrirtækjanna Betware og Raw Fury. Hann kennir tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík.

Eggert Árni Gíslason

Eggert Árni Gíslason

Stjórnarmaður

Eggert Árni Gíslason er með Cand.oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur verið í stjórn Solid Clouds síðan 2020. Eggert hefur fjárfest í fyrirtækjum á borð við CCP og Play og er framkvæmdastjóri Mata hf. Hann er einnig í stjórn nokkurra annarra fyrirtækja.

Guðmundur Ingi Jónsson

Guðmundur Ingi Jónsson

Stjórnarmaður

Guðmundur Ingi Jónsson er með B.S. í hagfræði frá Háskóla Íslands og hefur verið í stjórn Solid Clouds síðan 2017. Guðmundur var stjórnarformaður GreenQloud, sem var selt til NetApp árið 2017. Hann er framkvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins Kjölur.

Svanhvít Friðriksdóttir

Svanhvít Friðriksdóttir

Stjórnarmaður

Svanhvít Friðriksdóttir er með meistaragráðu í almannatengslum frá University of Westminster og hefur verið í stjórn Solid Clouds síðan 2017. Svanhvít var framkvæmdastjóri samskipta og markaðsssviðs hjá WOW Air og starfar nú sem almannatengslaráðgjafi.