10.000 lið og samfélagið blómstrar

Back to news list

10.000 lið og samfélagið blómstrar

20.2.2024

Í heimi Frontiers höfum við nú náð stórkostlegum áfanga að nýlega var 10.000 liðið stofnað í leiknum, eða eins og leikmenn þekkja það, alliance. Liðin hafa verið stofnuð af leikmönnum okkar. Þessi lið eru kjarninn í leiknum, þar sem spilarar sameinast í þeim tilgangi að opna á liðabardaga og tengjast öðrum leikmönnum

Þessi tölfræði er ekki bara tölur á blaði, heldur endurspeglar þetta það lifandi og ört vaxandi samfélag sem við höfum byggt upp í Frontiers. Með stofnun hvers nýs liðs bætist nýr kafli við sögu leiksins, þar sem spilarar frá öllum heimshornum koma saman til að skapa, keppa og deila reynslu sinni.

Að ná 10.000 liðum markar ekki aðeins stórt skref í þróun og vexti Frontiers, það staðfestir einnig mikilvægi samvinnu og félagslegra tenginga í leiknum. Liðin bjóða upp á einstaka möguleika fyrir spilara að vinna saman og ekki síst, að mynda varanleg tengsl við aðra í leiknum.

Þessi fjölbreytni og samheldni í samfélaginu eru kjarninn í því sem gerir Frontiers svo einstakann. Nýlega kynntum við til leiks sérstök lið fyrir nýliða sem eru leidd af reyndum leikmönnum úr samfélaginu okkar og er stefnan að etja þeim saman seinna meir.

Framundan eru spennandi tímar, og við hlökkum til að sjá hvernig liðin munu halda áfram að mótast og hvernig samkeppnin mun þróast, næsta markmið sem við ætlum að ná eru 100.000 lið!