Starborne: Frontiers frá Solid Clouds aðgengilegur 132 milljónum spilara

Back to news list

Starborne: Frontiers frá Solid Clouds aðgengilegur 132 milljónum spilara

28.8.2024

Starborne: Frontiers frá Solid Clouds aðgengilegur 132 milljónum spilara

Starborne Frontiers, tölvuleikur íslenska tölvuleikjaframleiðandans Solid Clouds er á leiðinni á Steam leikjaveituna. Áhugasamir geta sett Starborne: Frontiers á óskalista (e. wishlist) en leikurinn verður aðgengilegur fyrir notendur á veitunni í byrjun október.

Fyrir þá sem þekkja ekki Steam, þá er Steam stærsta PC tölvuleikjaveita heims, með einn milljarð flettinga á dag og 132 milljónir virkra mánaðarlegra spilara.

Að vera á Steam opnar nýjar dyr fyrir Starborne: Frontiers, og tryggir að leikurinn verður í boði fyrir breiðari hóp spilara sem eru ekki að spila í snjalltækjum. Þetta þýðir að Starborne: Frontiers verður aðgengilegur á bæði PC og í snjalltækjum.

Solid Clouds er að undirbúa þýðingu á Starborne Frontiers á nokkur tungumál, þar á meðal kínversku og er stefnt að því að dreifa leiknum til kínverskra notenda um næstu áramót í gegnum Steam leikjaveituna. Kínverski leikjamarkaðurinn er með um fjórðung af sölu tölvuleikja í heiminum.

“Við erum spennt að gefa Starborne: Frontiers út á Steam efnisveitunni sem opnar okkur leið inn á stór ný markaðssvæði. Við hvetjum alla núverandi og nýja spilara til að bæta Starborne: Frontiers á óskalista sinn á Steam hér. Með því að bæta leiknum á óskalista hjálpar þú til við að auka sýnileika hans, svo að fleiri spilarar um allan heim geti uppgötvað leikinn,” segir Stefán Gunnarsson, forstjóri Solid Clouds.

Svæði Starborne Frontiers á Steam leikjaveitunni þar sem hægt verður að nálgast leikinn: https://store.steampowered.com/app/3021540/Starborne_Frontiers/

image?url=https%3A%2F%2Fstrapi.solidclouds.com%2Fuploads%2FStarborne_Frontiers_Fenri_38343d4370.jpg&w=3840&q=75