Ég ríf mig ekki frá honum

Back to news list

Ég ríf mig ekki frá honum

2/19/2024

Við hjá Solid Clouds viljum senda stórt takk til Gametíví fyrir að fjalla óvænt um leikinn okkar, Starborne Frontiers, í nýlegri útsendingu sinni.

Það var skemmtilegt að sjá leikinn okkar njóta sviðsljóssins á þeirra vettvangi og við eru innilega þakklát fyrir þetta tækifæri til að ná til nýrra áhorfenda.

Það er mikilvægt fyrir okkur að fá svona athygli, því það hjálpar okkur að kynna Starborne Frontiers fyrir breiðari hópi fólks og gefur okkur tækifæri til að vaxa. Við viljum þakka öllum hjá Gametíví fyrir stuðninginn og okkur fannst mjög gaman að heyra Dóa segja ,,Ég ríf mig ekki frá honum” og Kristján Einar tala um að hann hafi aldrei spilað neinn mobile leik jafn mikið. Þessi tegund af hrósi er nákvæmlega það sem við leitumst að. Það hefur alltaf verið markmiðið okkar að búa til skemmtilegan leik sem reynir á hugann.

Við hlökkum til að halda áfram að þróa Starborne og vonumst til að halda áfram að fanga athygli og ímyndunarafl leikmanna um allan heim.

Takk, Gametíví, fyrir að deila leiknum okkar með áhorfendum ykkar, en mest af öllu, takk fyrir að vera hluti af samfélaginu okkar.

Sjá á YouTube

Bestu kveðjur,
Hópurinn hjá Solid Clouds